Deilt um tillögur Bjarna og Illuga

Talsverðar umræður fóru fram á Alþingi í gær um Morgunblaðsgrein stjórnarþingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar um vanda bankakerfisins. Allir þingmenn Samfylkingarinnar sem tóku til máls lýstu andstöðu við þá tillögu að víkja frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans við núverandi aðstæður. Þingmenn Framsóknarflokksins vöruðu við hugmyndum um að færa hlutverk Íbúðalánasjóðs til bankanna.

Umræðurnar fóru fram undir liðnum „störf þingsins“. Sigfús Karlsson, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og gagnrýndi hugmyndir um að gjörbreyta hlutverki Íbúðalánasjóðs. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði ekki ástæðu til fyrir þingmanninn að hafa áhyggjur. Þótt hægt væri að færa alla almenna starfsemi sjóðsins út á markaðinn, þá vildu greinarhöfundar ekki að það yrði gert við óbreyttar aðstæður, m.a. þyrfti að tryggja bönkunum aðgang að langtímafjármögnun.

Þingmenn Samfylkingarinnar sem til máls tóku vöruðu allir við hugmyndum um að víkja frá verðbólgumarkmiði Seðlabankann. „Ég held að það sé stórhættulegt þegar á bjátar að skipta um hest í miðri á og það sé mikilvægt að við höldum sjó og stöndum að baki verðbólgumarkmiðinu,“ sagði Árni Páll Árnason. „Við þurfum að fara varlega ef við ætlum að íhuga að yfirgefa verðbólgumarkmið Seðlabankans, því verðbólgan er almannaóvinur númer eitt,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson. Gunnar Svavarsson sagðist vera algjörlega ósammála Bjarna og Illuga um breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert