Hagvöxtur í Danmörku var 1,8% á síðasta ári samanborið við 3,9% árið á undan, að sögn hagstofu landsins. Á fjórða ársfjórðungi 2007 óx hagkerfið um 0,4% samanborið við sama fjórðung árið 2006. Á þriðja ársfjórðungi var hagvöxtur á ársgrundvelli hins vegar 2%.