Falleg loðna í þéttum torfum

Nótin hélst vart uppi þegar 1350 tonn náðust í einu …
Nótin hélst vart uppi þegar 1350 tonn náðust í einu kasti. mynd/Viðar Sigurðsson

Faxi RE-9  var á loðnuveiðum í Eyjafjallasjó milli Vestmannaeyja og lands og fékk eitt stærsta kast  í sögu skipsins á 12 faðma dýpi upp úr hádegi. 1350 tonn fengust í kastinu en skipið rúmar 1500 tonn. Faxi liggur nú við bryggjuna á Akranesi og bíður eftir að geta landað aflanum.

Að sögn Sævars Guðmundssonar vélstjóra er verið að sótthreinsa vinnslusalinn í frystihúsi HB Granda á Akranesi til að uppfylla hinar ströngu gæðakröfur sem settar eru fyrir vinnslu loðnuhrogna á Japansmarkaði.

Sævar sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að þetta væri næststærsta kast í sögu Faxa og að eins og sést á meðfylgjandi myndum þá hefði nótin vart haldist uppi.

Sævar sagði sömuleiðis að gæði loðnunnar væru mikil, fengist hefði stór og falleg loðna með fína hrognafyllingu. Hann sagði að systurskip Faxa Ingunn AK-150 hefði einnig náð 1300 tonna kasti og væri það til marks um hversu þéttar torfurnar eru.

Faxi var á veiðum með Hafró í dag og náði …
Faxi var á veiðum með Hafró í dag og náði því 1500 tonnum utan kvóta. mynd/Viðar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert