Nokkur grömm af fíkniefniefnum fundust við skipulagða leit í þremur íbúðum í háskólaþorpinu á Bifröst í kvöld.
Að sögn lögreglu var leitin gerð í samráði við skólayfirvöld, sem líða ekki fíkniefnaneyslu á háskólasvæðinu. Fjölmennur hópur frá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum, fíkniefnalögreglunni í Reykjavík, sérsveit lögreglunnar og Tollgæslunni tók þátt í aðgerðinni og notast var við þrjár sérþjálfaða hunda.
Lítilræði af efnum, kannabis, amfetamín og ætlað kókaín, fannst í öllum þremur íbúðunum. Efnin voru ætluð til eigin nota og telst málið upplýst. Einn íbúi var handtekinn vegna meints aksturs undir áhrifum fíkniefna.