Plata Mínuss, Great Northern Whalekill, kemur út í Evrópu næsta mánudag. Í rokktímaritinu Rocksound birtist svo mjög jákvæður dómur um hana og fær hún 8 af 10 í einkunn.
Björn Stefánsson trommari í Mínus segir sveitina ánægða með dóminn, enda hafi þeir verið sáttir við plötuna. „Við erum ánægðir með viðbrögðin í erlendum blöðum, og þá getum við líka haldið áfram að spila plötuna.“ Næstu tónleikar Mínus á Íslandi verða 4. apríl á Organ.