Tveir erlendir ferjuflugmenn hafa með skömmu millibili brotlent í hafinu í grennd við Ísland og farist. Flugmönnum sem fljúga vélum sem hafa alþjóðlegt flughæfnisskírteini er alfarið í sjálfsvald sett hvort þeir leggi í langferðir á litlum flugvélum á veturna.
Það er ekki haft eftirlit með því hvort flugmenn séu að tefla á tvísýnu og litið svo á að þeir, líkt og skipsstjórar, þekki sinn fararskjóta best og beri alfarið ábyrgð á sínu loftfari.