Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sagðist ætla að sjá til þess að lyfjakostnaður lækki. Vandinn væri sá, að við inngöngu Íslands í EES hafi opnast markaður fyrir vörur og þjónustu að lyfjum undanskyldum.
Guðlaugur Þór var að svara fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni, þingmanni Framsóknarflokks, sem vildi vita hvenær til stæði að lækka eða afnema virðisaukaskatt af lyfjum.
Ráðherra sagði, að það væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar að lækka lyfjaverð og sagðist hann ætla að sjá til þess að lyfjakostnaður lækki. Vandinn væri sá, að við inngöngu Íslands í EES hafi opnast markaður fyrir vörur og þjónustu að lyfjum undanskyldum og málið væri ekki einfald og ekki aðeins á höndum Íslendinga.
Guðlaugur Þór sagði hins vegar, að hann væri ekki með tímasetningar varðandi afnám virðisaukaskatts af lyfjum.