Fyrsti innflytjandinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Amal Tamimi
Amal Tamimi Árvakur/Árni

Amal Tamimi, varabæjarfulltrúi Samfylkingar, tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sl. þriðjudag. Þetta er í fyrsta sinn sem innflytjandi tekur sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Amal, sem er af palestínskum uppruna, flutti til Íslands 1995 og öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt 2002.

Hún flutti í Hafnarfjörðinn árið 2005 og var í 10. sæti á lista Samfylkingar fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2006 en Samfylkingin hlaut 7 kjörna bæjarfulltrúa í bæjarstjórn í þeim kosningum. Amal hefur gegnt formennsku í lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar sl. eitt og hálft ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert