Hræðsla við Teknó-böllin

„Við mun­um kanna hvort við get­um beitt okk­ur fyr­ir því að for­svars­menn Techno.is fái ekki fleiri skemmtana­leyfi, því við telj­um að þeir hafi brotið gegn þeim skil­yrðum sem þarf að upp­fylla,“ seg­ir Bergþóra Njáls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SAM­FOKs.

Starfs­fólki Heim­il­is og Skóla, SAM­FOKs og Hins Húss­ins hef­ur und­an­farið borist fjöldi hring­inga frá áhyggju­full­um for­eldr­um, sem segja börn­um á grunn­skóla­aldri vera hleypt inn á böll hjá Techno.is og börn­um und­ir lögaldri selt þar áfengi.

Um er að ræða böll hald­in á Nasa og Broadway, þar sem krakk­ar á aldr­in­um 16 til 18 ára skemmta sér til kl. 23. Eft­ir það eiga krakk­ar yngri en 18 ára að fara út, og við tek­ur skemmt­un fyr­ir alla ald­urs­hópa.

Eft­ir síðasta Techno.is ball, sem haldið var fyrr í fe­brú­ar, þurfti 16 ára dreng­ur að leita sér aðstoðar á heilsu­gæslu­stöð vegna e-pillu sem hann hafði tekið á ball­inu.

„Reynsl­an hef­ur sýnt að á böll­um þess­um hef­ur gæsl­an ekki verið eins og hún á að vera,“ seg­ir Bergþóra. Hún seg­ir að faðir stúlku á grunn­skóla­aldri, sem hafi haft sam­band við SAM­FOK, hafi fylgst með dyra­vörðum Broadway hleypa jafn­öldr­um stúlk­unn­ar inn á Techno.is böll­in.

Þá seg­ir Bergþóra fjölda ábend­inga hafa borist um að krökk­um und­ir 18 ára aldri sé síður en svo vísað út af böll­un­um kl. 23, þegar byrjað er að selja áfengi.

„Það hef­ur aldrei neitt farið úr­skeiðis á böll­um hjá okk­ur,“ seg­ir Arnviður Snorra­son, skipu­leggj­andi Techno.is-ball­anna.

Arnviður seg­ir ballstöðunum lokað, og tryggt að eng­inn yngri en 18 ára sé á staðnum, áður en áfeng­issala hefst kl. 23. Þá bend­ir hann á að ör­ygg­is­gæsla sé mik­il á böll­un­um, og Rauði kross­inn og lög­regl­an sé á staðnum.

„Það er miklu betra að við séum að gera eitt­hvað fyr­ir þessa krakka, þar sem þeir eru und­ir eft­ir­liti, held­ur en að þeir séu t.d. að væfl­ast eft­ir­lits­laus­ir um í ein­hverj­um par­tí­um niðri í bæ fram á rauðu nótt,“ seg­ir Arnviður.

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert