Icelandair mátti segja flugmanni upp

Hæstirétt­ur hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu, að Icelanda­ir hafi mátt segja flug­manni upp störf­um en flugmaður­inn átti við áfeng­is­vanda að etja. Flugmaður­inn hafði áður fengið áminn­ingu en gerði sam­komu­lag við fé­lagið um að hann héldi starfi sínu ef hann gæti sýnt fram á að hann hefði náð tök­um á vanda sín­um. Icelanda­ir taldi síðan að það hefði flug­mann­in­um ekki tek­ist.

Hæstirétt­ur seg­ir, að skoða verði sam­komu­lag aðila í ljósi þess að flugmaður­inn hefði áður fengið áminn­ingu í til­efni af áfeng­is­vanda sín­um. Hefði hann þá geng­ist und­ir meðferð vegna hans en tekið síðan aft­ur til starfa með því skil­yrði að hann hefði náð full­um tök­um á vanda­mál­inu og ef annað kæmi á dag­inn myndi hann fyr­ir­gera starfi sínu hjá Icelanda­ir.

Hæstirétt­ur seg­ir, að þegar sam­komu­lag aðila var gert hafi Icelanda­ir því átt völ á að segja flug­mann­in­um þegar upp störf­um en samþykkt þess í stað að fresta þeirri ráðstöf­un. Icelanda­ir áskildi sér jafn­framt í sam­komu­lag­inu, að það yrði í hönd­um fé­lags­ins að meta hvort flugmaður­inn gæti sýnt fram á að hann hefði að liðnu ári náð var­an­leg­um tök­um á vanda sín­um. Var það mat for­ráðamanna Icelanda­ir að þetta hefði flug­mann­in­um ekki tek­ist. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert