Íslendingar ætla að viðurkenna sjálfstæði Kosovo

Kosovo-Albanar í höfuðborginni Pristina fagna sjálfstæðisyfirlýsingu landsins.
Kosovo-Albanar í höfuðborginni Pristina fagna sjálfstæðisyfirlýsingu landsins. AP

Íslensk stjórn­völd ákveðið að viður­kenna sjálf­stæði Kosovo en ekki ligg­ur fyr­ir end­an­leg ákvörðun um dag­setn­ingu. Ut­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir, að vegna hinna sér­stöku aðstæðna í Kosovo muni viður­kenn­ing á sjálf­stæði þess ekki hafa for­dæm­is­gildi.

Ráðuneytið seg­ir, að hafa beri ör­yggi og stöðuleika á svæðinu að leiðarljósi, einkum í ljósi þeirra átaka og of­beld­is­verka sem lagt hafi líf hundruða þúsunda í rúst. Í sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ingu Kosovo fel­ist skýr skuld­bind­ing um að virða mann­rétt­indi og rétt minni­hluta­hópa. Sé mik­il­vægt að sú skuld­bind­ing verði virt.

Jafn­framt sé ljóst að finna verði var­an­lega lausn á ólík­um sjón­ar­miðum Kosovo-Alb­ana og Serba og sé miður, að ekki náðist sam­komu­lag á grunni til­lagna Martti Ahtisa­ari, sátta­semj­ara Sam­einuðu þjóðanna. Miklu máli skipt­ir að alþjóðasam­fé­lagið styðji áfram upp­bygg­ingu í Kosovo og stuðli að var­an­leg­um friði á Balk­anskaga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert