Meirihlutinn í Þingeyjarsveit fallinn

Meirihluti sveitarstjórnar í Þingeyjarsveit er sprunginn og boðað hefur verið til aukafundar í fyrramálið þar sem kjósa á nýjan oddvita. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að ástæðan sé ágreiningur um hvort kjósa eigi um sameiningu Þingeyjarsveitar og Aðaldælahrepps, eða sameina sveitarfélögin á grundvelli nýlegrar kosningar um sameiningu við Skútustaðahrepp.

Íbúar Skútustaðahrepps felldu þá sameiningu, en íbúar Þingeyjarsveitar og Aðaldælahrepps ekki og er samkvæmt lögum heimilt að sameina þau tvö án kosningar. Fulltrúar E-lista í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vilja kosningu, en að sögn Útvarpsins hefur nú einn fulltrúi listans gengið til liðs við J-lista, sem vill sameina án kosningar og þar með er meirihluti E-lista fallinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert