Mörg skip á loðnuveiðum

Loðnu­veiðibanni var aflétt í gær og héldu mörg skip strax til veiða. Nóta­skip­in Jóna Eðvalds og Kross­ey voru um átta­leytið í morg­un stödd rétt aust­an við Vík í Mýr­dal á leið á miðin norðaust­ur af Vest­manna­eyj­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um horn.is.

Þar kem­ur fram að loðnan haldi sig á grunnu vatni, al­veg upp und­ir fjöru og sé kom­inn í um 20% í hrogna­fyll­ingu. Nokk­ur skip fengu risa­köst, eða vel á annað þúsund tonn í kasti, í nótt og eru far­in heim til lönd­un­ar. Skip Skinn­eyj­ar Þinga­ness mega veiða um 8 þús tonn úr þess­ari út­hlut­un, en sjáv­ar­út­vegs­ráðherra gaf út 100 þús tonna viðbót­arkvóta í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert