Mál gegn tæplega tvítugum karlmanni og konu á þrítugsaldri var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir brot gegn valdstjórninni.
Fólkið réðst á lögreglumann í anddyri lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði á gamlársdag 2006.
Karlmaðurinn skallaði lögreglumanninn tvisvar í andlitið og konan klóraði hann í andlitið og beit í hægri upphandlegg.
Lögreglumaðurinn hlaut minniháttar áverka vegna atviksins.