Skattstjóri óskar eftir upplýsingum

LGT-bankinn í Liechtenstein.
LGT-bankinn í Liechtenstein. Reuters

Skúli Eggert Þórðar­son, rík­is­skatt­stjóri hef­ur  óskað eft­ir upp­lýs­ing­um af lista þýskra skatta­yf­ir­valda með nöfn­um 1400 manna sem grunaðir eru um að hafa svikið und­an skatti í skjóli banka­leynd­ar í Liechten­stein. Hann sagði í frétt­um Útvarps­ins, að embættið vilji beita sér með hraði í mál­inu.

Þýsk stjórn­völd keyptu lista yfir 600 Þjóðverja og 800 út­lend­inga, sem eiga leyni­legra reikn­inga í bank­an­um LGT í Liechten­stein.  Þýsk skatta­yf­ir­völd hafa sagt að viðkom­andi stjórn­völd verði lát­in vita finn­ist nöfn þegna þeirra á list­an­um en þegar hafa nokk­ur ríki kallað eft­ir upp­lýs­ing­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert