Ungir menn fá þunga dóma

Hús Hæstaréttar.
Hús Hæstaréttar.

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt sex unga menn til fang­elsis­vist­ar, þar af þrjá í 3-4 ára fang­elsi, fyr­ir fjölda brota, þar á meðal rán, lík­ams­árás­ir, fjölda auðgun­ar­brota, hús­brot, fíkni­efna­brot og brot gegn vald­stjórn­inni. Hæstirétt­ur þyngdi refs­ing­ar nokk­urra pilt­anna um­tals­vert frá héraðsdómi.

Dóm­ur­inn seg­ir, að við ákvörðun refs­ing­ar sé litið til þess að ein lík­ams­árás­anna, sú á leigu­bíl­stjór­ann, var fólsku­leg og stór­hættu­leg og hefði hæg­lega getað leitt til bana þess sem fyr­ir henni varð. Fram kem­ur í dómi Hæsta­rétt­ar, að Stefán hafi slegið bíl­stjór­ann tví­veg­is í höfuðið með hamri. Haft var eft­ir lækni, að brotið í höfuðkúp­unni hafi verið eins og far eft­ir ham­ars­haus og hafi þurft mikið högg til þess að valda slík­um áverka. Höggið olli var­an­leg­um vefjaskaða í heila sem leiddi til minn­is­skerðing­ar bíl­stjór­ans og á hann á hættu að fá floga­veiki af þess­um sök­um. 

Davíð Þór Gunn­ars­son, sem er 19 ára, var dæmd­ur í 3 ára og sex mánaða fang­elsi fyr­ir fjölda auðgun­ar­brota, nytjastuldi, hús­brot, brot gegn vald­stjórn­inni og um­ferðar- og fíkni­efna­laga­brot. Með brot­un­um rauf Davíð Þór  skil­orð eldri dóms þar sem sex af níu mánaða fang­els­is­refs­ingu var skil­orðsbund­in.

Ívar Aron Hill Ævars­son, 21 árs, var dæmd­ur í 3 ára fang­elsi fyr­ir  fjölda auðgun­ar­brota, þar af þrjú ráns­brot, nytjastuldi, stór­felld eigna­spjöll ásamt um­ferðarlaga- og fíkni­efna­brot­um.

Að auki var 25 ára karl­maður dæmd­ur í 14 mánaða fang­elsi fyr­ir  auðgun­ar-, um­ferðarlaga- og fíkni­efna­brot og 27 ára karl­maður í 6 mánuða fang­elsi fyr­ir ýmis auðgun­ar- og um­ferðarlaga­brot. Einn karl­maður, 27 ára, var dæmd­ur í 12 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi, m.a. fyr­ir þrjú rán, en Hæstirétt­ur fékk upp­lýs­ing­ar um að maður­inn hefði breytt lífi sínu mjög til betri veg­ar auk þess sem hann hafði ekki áður verið fund­inn sek­ur um refsi­verða hátt­semi.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka