Vandaðri stjórnsýslu gefið langt nef

Laugavegur 4-6
Laugavegur 4-6 Árvakur/Ómar

Óskar Bergs­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að með kaup­un­um á Lauga­vegi 4 og 6 og Skóla­vörðustíg 1A hafi verið dregið úr trú­verðug­leika borg­ar­inn­ar sem skipu­lags­valds og vandaðri stjórn­sýslu gefið langt nef. Þetta kem­ur fram í bók­un Óskars vegna deili­skipu­lags Lauga­veg­ar.

„Í svari skipu­lags- og bygg­ing­ar­sviðs kem­ur fram að leiðarljósið í deili­skipu­lagi Lauga­vegs­reita var að Lauga­veg­ur sé aðal­versl­un­ar­gata Reykja­vík­ur, þar sem sjón­ar­mið upp­bygg­ing­ar og varðveislu hald­ast í hend­ur. Í stað þess að nýta alla þá vönduðu vinnu sem borg­ar­starfs­menn, borg­ar­full­trú­ar og hús­vernd­ar­sér­fræðing­ar hafa lagt til og hér hef­ur verið lögð fram, hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og borg­ar­stjóri gert þessa vinnu að engu og hleypt upp verði á óbyggðum fer­metr­um í miðborg Reykja­vík­ur.

Kaup­in á Lauga­vegi 4 og 6 og Skóla­vörðustíg 1A hafa dregið úr trú­verðug­leika borg­ar­inn­ar sem skipu­lags­valds, hafa sett skipu­lag Lauga­vegs­reita í upp­nám og hleypt upp verði á göml­um hús­um í miðborg­inni. Þessi vinnu­brögð eru fá­heyrð þar sem virðing fyr­ir al­manna­fé og vandaðri stjórn­sýslu er gefið langt nef," seg­ir í bók­un borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert