44 metanvagnar í umferð árið 2012?

 Á næstu árum væri hægt að fjölga met­an­vögn­um í notk­un hjá Strætó bs. í nokkr­um áföng­um og stuðla þannig að minni los­un kol­díoxíðs frá flot­an­um. Umbreyt­ing­in þarf ekki að taka lang­an tíma og þegar árið 2010 gætu tólf til átján met­an­vagn­ar verið í full­um akstri hjá fyr­ir­tæk­inu.

Þetta er mat Reyn­is Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Strætó bs., sem tel­ur met­an­væðingu hluta flot­ans á næsta ára­tug geta orðið hluta af milliskrefi, áður en tví­orku­virkni (einnig nefnd tvinn­bíla­tækni) eða aðrir vist­væn­ir orku­gjaf­ar verða inn­leidd­ir í vagna­flot­ann.

Sér Reyn­ir fyr­ir sér að á næsta ári gæti Strætó bs. keypt sex til tíu met­an­vagna. Næstu tvö árin gæti Strætó bs. svo keypt fjóra til sex met­an­vagna í ár­legri nýliðun og því sam­tals verið tólf til átján vagn­ar í rekstri hjá fyr­ir­tæk­inu í lok 2010.

Næstu tvö ár þar á eft­ir yrði síðan stefnt að því að kaupa tíu til tólf met­an­vagna til viðbót­ar og yrðu þeir þá annaðhvort í eigu fyr­ir­tæk­is­ins eða und­ir­verk­taka þess.

Með þeirri viðbót gætu 26-44 met­an­vagn­ar verið í akstri á höfuðborg­ar­svæðinu þegar árið 2012. Nú eru tveir met­an­vagn­ar í notk­un hjá Strætó bs. og er gasið sem þeir brenna af­greitt við met­an­stöðina á Ártúns­höfða, þangað sem það er leitt frá sorp­haug­un­um á Álfs­nesi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert