Aðeins 9% þeirra, sem tóku þátt í skoðanakönnun Gallup í febrúar, sögðust bera traust til borgarstjórnar Reykjavíkur. Er þetta langminnsta traust til opinberrar stofnunar, sem mælst hefur í könnunum Gallup.
Fram kom í fréttum Útvarpsins, sem sagði frá könnuninni, að um 90% sögðust treysta Háskóla Íslands, 80% sögðust treysta lögreglunni, um 68% sögðust treysta heilbrigðiskerfinu, 42% Alþingi og 40% bönkum og dómskerfinu.