Aðeins 9% treysta borgarstjórn

Aðeins 9% þeirra, sem tóku þátt í skoðana­könn­un Gallup í fe­brú­ar, sögðust bera traust til borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur. Er þetta lang­minnsta traust til op­in­berr­ar stofn­un­ar, sem mælst hef­ur í könn­un­um Gallup.

Fram kom í frétt­um Útvarps­ins, sem sagði frá könn­un­inni, að um 90% sögðust treysta Há­skóla Íslands, 80% sögðust treysta lög­regl­unni, um 68% sögðust treysta heil­brigðis­kerf­inu, 42% Alþingi og 40% bönk­um og dóms­kerf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert