Af fimmtán skipunum í embætti héraðsdómara frá árinu 1998, þegar núgildandi lög um dómstóla tóku gildi, voru umsækjendur sem embættin hlutu í ellefu tilvikum metnir mjög vel hæfir, í þremur tilvikum vel hæfir og einu tilviki hæfur. Við skipun héraðsdómara í fjórum tilvikum hefur ekki verið farið eftir tillögum nefndarinnar. Þrír þeirra voru skipaðir á starfstíma Björns Bjarnasonar sem dóms- og kirkjumálaráðherra, en á þeim tíma hafa tíu héraðsdómarar verið skipaðir í embætti. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðsson, þingmanni VG.
Svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Árna Þórs vegns nýlegrar skipunar héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands liggja einnig fyrir. Þar kemur fram að skrifleg meðmæli sem lágu fyrir hafi haft áhrif á ákvörðun setts dómsmálaráðherra í málinu.