Dregur úr fylgi við ríkisstjórnina

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Júlíus

Dregið hefur úr fylgi við ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Fylgi við stjórnina mældist um 70% en var 76% í sambærilegri könnun fyrir mánuði.

Þá hefur dregið úr fylgi við Sjálfstæðisflokkinn frá sambærilegri könnun í janúar og á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar aukist. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 38% fylgi en Samfylkingin 35%. Um 16% sögðust styðja VG, 7% Framsóknarflokk og 4% Frjálslynda flokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka