Settur hefur verið upp fermingarvefur á mbl.is. Á upphafssíðu vefjarins er hægt að leita eftir nafni fermingarbarns, sveitarfélagi eða kirkju. Í niðurstöðulista kemur fram nafn eða nöfn fermingarbarna, í hvaða kirkju fermingin fer fram, dagsetning og tími.
Fyrir neðan leitarsvæðið er svo listi yfir kirkjur og þegar smellt er á nafn kirkjunnar birtist listi yfir öll fermingarbörn sem fermast þar.
Hægt er að nálgast fermingarvefinn með því að smella á hnappinn Fermingar 2008 sem er að finna á forsíðu mbl.is í vinstra dálki.