Fjöldauppsagnir hjá deCode

deCode hefur sagt upp 60 starfsmönnum.
deCode hefur sagt upp 60 starfsmönnum. mbl.is/Július

Líftæknifyrirtækið deCode hefur sagt upp 60 starfsmönnum. Helmingur þeirra mun hætta störfum samstundis en samkvæmt kvöldfréttum RÚV sagði forstjóri fyrirtækisins, Kári Stefánsson að þetta væri ábyrg og eðlileg ákvörðun.

Hann sagði að erfitt væri orðið að útvega erlend lán til reksturs fyrirtækisins.

Fyrir uppsagnirnar störfuðu 440 manns hjá deCode en RÚV hafði eftir Kára Stefánssyni að dótturfyrirtækið nCode verði selt í þessari sömu uppstokkun en flest störf tapast hér á Íslandi.

„Það þarf að herða beltið," sagði Kári Stefánsson í viðtali við Ríkissjónvarpið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert