Frumvarp um kjarnavopnalaust Ísland í 8. sinn

Kjarnorkusprengja springur yfir Hiroshima í Japan, 6. ágúst 1945.
Kjarnorkusprengja springur yfir Hiroshima í Japan, 6. ágúst 1945. AP

Fram hef­ur verið lagt á Alþingi í átt­unda skipti frum­varp um að Ísland verði gert að friðlýstu svæði þar sem bannað er að koma fyr­ir, staðsetja eða geyma, flytja um eða meðhöndla á nokk­urn ann­an hátt kjarn­orku­vopn.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, er fyrsti flutn­ings­maður en hann lagði fyrst fram frum­varp þessa efn­is árið 1987 og hef­ur síðan lagt fram svipuð frum­vörp sjö sinn­um til viðbót­ar, síðast árið 2000. Á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar lögðu þing­menn Alþýðubanda­lags­ins fjór­um sinn­um fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um bann við geymslu og notk­un kjarn­orku­vopna á ís­lensku yf­ir­ráðasvæði.

Þing­menn úr Sam­fylk­ingu, Fram­sókn­ar­flokki og Frjáls­lynda flokkn­um leggja fram til­lög­una með Stein­grími nú. Fram kem­ur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu, að það hafi tekið þeim breyt­ing­um frá ár­inu 2000 að það nái ekki leng­ur til efna­vopna. Sem bet­ur fer hafi Íslend­ing­ar nú full­gilt samn­ing um bann við þróun, fram­leiðslu, söfn­un og notk­un efna­vopna og um eyðingu þeirra sem, eins og nafnið gefi til kynna, feli í sér all­ar þær skuld­bind­ing­ar sem friðlýs­ing lands­ins fyr­ir efna­vopn­um feli í sér.

Í grein­ar­gerðinni seg­ir, að þörf­in fyr­ir að Ísland hafi frum­kvæði að af­vopn­un og friðlýs­ingu fyr­ir kjarn­orku­vopn­um hafi því miður frem­ur auk­ist en hitt vegna at­b­urða á alþjóðavett­vangi. Um leið hafi brott­hvarf banda­ríska hers­ins og lok­un her­stöðvar­inn­ar gert að verk­um að auðveld­ara ætti að vera að friðlýsa landið fyr­ir kjarn­orku­vopn­um.

Frum­varpið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert