Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum, á Suðurlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja og mikill skafrenningur. Ófært er við Vík í Mýrdal og beðið er með mokstur vegna veðurs.