Kaldhæðni snjóflóðanna

Lokað er milli Ísafjarðar og Súðavíkur.
Lokað er milli Ísafjarðar og Súðavíkur. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Und­ir­skriftal­ist­ar vegna kröfu um jarðgöng milli Ísa­fjarðar og Súðavík­ur hafa legið frammi á nokkr­um stöðum á Ísaf­irði og lauk söfn­un­inni í dag en þegar búið var að safna list­un­um sam­an og til stóð að aka með þá til Súðavík­ur til úr­vinnslu var búið að loka veg­in­um vegna snjóflóða.

Hlyn­ur Bjarki Karls­son hafði sam­band við Frétta­vef Morg­un­blaðsins og sagði að þetta væri frek­ar kald­hæðnis­legt í ljósi þess sem er verið væri að berj­ast fyr­ir og und­ir­strik­ar þörf­ina á þess­arri sam­göngu­bót.

þess­ari vefsíðu
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert