Kaldhæðni snjóflóðanna

Lokað er milli Ísafjarðar og Súðavíkur.
Lokað er milli Ísafjarðar og Súðavíkur. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Undirskriftalistar vegna kröfu um jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur hafa legið frammi á nokkrum stöðum á Ísafirði og lauk söfnuninni í dag en þegar búið var að safna listunum saman og til stóð að aka með þá til Súðavíkur til úrvinnslu var búið að loka veginum vegna snjóflóða.

Hlynur Bjarki Karlsson hafði samband við Fréttavef Morgunblaðsins og sagði að þetta væri frekar kaldhæðnislegt í ljósi þess sem er verið væri að berjast fyrir og undirstrikar þörfina á þessarri samgöngubót.

þessari vefsíðu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert