Ný sæti í vélum Icelandair

Haf­ist hef­ur verið handa við að skipta um sæti í milli­landa­flug­vél­um Icelanda­ir. Að sögn Guðjóns Arn­gríms­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir, verður heil­mik­il breyt­ing á upp­lif­un farþega af flug­inu með til­komu nýju sæt­anna.

„Það sem við erum að gera núna á þessu ári er að breyta al­gjör­lega öll­um inn­rétt­ing­um í vél­un­um. Við hreins­um sæt­in úr og setj­um ný. Þau líta öðru­vísi út, eru ljós­grá leður­sæti,“ seg­ir Guðjón. Í hverju sæt­is­baki er snerti­skjár sem er í raun afþrey­ing­ar- og skemmti­kerfi. Hægt verður að velja úr fjölda sjón­varpsþátta og tölvu­leikja auk alls kyns tón­list­ar, svo og bóka og ann­ars les­efn­is. „Við erum með þarna nokkr­ar splunku­nýj­ar bíó­mynd­ir og það er borgað fyr­ir þær,“ seg­ir Guðjón og nefn­ir líka serí­ur, t.d. Friends, Frasier og Simp­sons. „Þarna er líka fræðslu­efn­is­rás og ís­lenskt land­kynn­ing­ar­efni.“ Hver og einn farþegi hef­ur þannig aðgang að fjöl­mörg­um rás­um, auk þess sem aðgang­ur er að tölvu­leikj­um í kerf­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert