Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á fyrrum eiginkonu sína. Maðurinn sló konuna í höfuð og andlit og sparkaði í líkama hennar þamnnig hað hún fékk opið sár á augnlok, yfirborðsáverka á höfði og mar víða á líkamanum.
Fram kemur í dómnum, að til átaka hafi komið milli fólksins á heimili þess í febrúar í fyrra í framhaldi af rifrildi þeirra vegna yfirvofandi skilnaðar. Maðurinn játaði að hafa slegið og sparkað í konuna en sagði að konan hefði átt upptök að slagsmálunum með því að reka honum kinnhest.
Dómurinn taldi sannað, að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum var gefið að sök í ákæru.