Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri í tveggja mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás á fyrr­um eig­in­konu sína. Maður­inn sló kon­una í höfuð og and­lit og sparkaði í lík­ama henn­ar þamnnig hað hún fékk opið sár á augn­lok, yf­ir­borðsáverka á höfði og mar víða á lík­am­an­um.

Fram kem­ur í dómn­um, að til átaka hafi komið milli fólks­ins á heim­ili þess í fe­brú­ar í fyrra í fram­haldi af rifr­ildi þeirra vegna yf­ir­vof­andi skilnaðar. Maður­inn játaði að hafa slegið og sparkað í kon­una en sagði að kon­an hefði átt upp­tök að slags­mál­un­um með því að reka hon­um kinn­hest.

Dóm­ur­inn taldi sannað, að maður­inn hefði gerst sek­ur um það sem hon­um var gefið að sök í ákæru.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka