Útrás tekin að láni

Hrein er­lend staða ís­lenska þjóðarbús­ins var nei­kvæð um sem nem­ur 113 pró­sent­um af vergri lands­fram­leiðslu við lok þriðja árs­fjórðungs 2007. Í lok árs 2003 var hún nei­kvæð um 63 pró­sent. Hún hef­ur því næst­um tvö­fald­ast á fjór­um árum.

Sam­kvæmt hag­töl­um Seðlabank­ans voru er­lend­ar skuld­ir Íslend­inga alls 7.255 millj­arðar króna á þriðja árs­fjórðungi 2007 en er­lendu eign­irn­ar 5.878 millj­arða króna virði. Íslenska þjóðarbúið skuld­ar því 1.377 millj­örðum króna meira er­lend­is en það á.

Daní­el Svavars­son og Pét­ur Örn Sig­urðsson, hag­fræðing­ar hjá Seðlabanka Íslands, rituðu grein um þetta í Pen­inga­mál síðastliðið sum­ar und­ir heit­inu „Er­lend staða þjóðarbús­ins og þátt­ar­tekj­ur“. Þar segja þeir meðal ann­ars að hrein­ar skuld­ir ís­lenska þjóðarbús­ins séu með því mesta sem þekk­ist í heim­in­um og að staða þess sé orðin afar nei­kvæð í hlut­falli við lands­fram­leiðslu. Þá séu er­lendu skuld­irn­ar að aukast hraðar en eign­irn­ar.

Daní­el seg­ir Ísland vera meðal þeirra landa heims sem eigi einna mest­ar eign­ir er­lend­is í hlut­falli við lands­fram­leiðslu en sé að sama skapi einnig í hópi þeirra landa sem skuldi hvað mest. „Ísland er frek­ar ungt opið markaðshag­kerfi í gríðarleg­um vexti. Það að til­tölu­lega stutt er síðan höml­um á fjár­magns­flutn­ing­um var aflétt og rík­is­bank­arn­ir einka­vædd­ir skýr­ir að miklu leyti gríðarlega öra aukn­ingu á beinni fjár­fest­ingu okk­ar er­lend­is. Það tek­ur hins veg­ar tíma að byggja upp fyr­ir­tækja­rekst­ur er­lend­is og að skila hagnaði og því lík­legt að þess­ar eign­ir okk­ar séu ekki enn farn­ar að skila okk­ur full­um arði.“

Hann seg­ir töl­urn­ar þó sýna að hin svo­kallaða út­rás ís­lenskra fyr­ir­tækja hafi að veru­legu leyti verið fjár­mögnuð með er­lendu láns­fé. „Íslend­ing­ar eru ekki að spara og því er út­rás­in fjár­mögnuð með lán­um sem tek­in eru í út­lönd­um. Mik­ill viðskipta­halli hér á landi er þó fyrst og fremst af­leiðing mik­illa fjár­fest­inga í raf­orku og álfram­leiðslu síðustu ár, en stór­an hluta hall­ans má einnig rekja beint til óseðjandi neyslugleði land­ans. Það eru því ekki ein­ung­is bank­arn­ir sem fjár­magna sig er­lend­is. Bank­arn­ir taka er­lend lán til að end­ur­lána m.a. á Íslandi bæði til fjár­fest­inga og neyslu. Við í Seðlabank­an­um höf­um verið að vekja at­hygli á og vara við mikl­um viðskipta­halla og mik­illi er­lendri skulda­söfn­un. En hingað til virðist það ekki hafa vakið mikla at­hygli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert