Vilja hækka lágmarkslaunin

Þjóðin vill hækka lágmarkslaunin.
Þjóðin vill hækka lágmarkslaunin. mbl.is/Þorkell

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði í febrúar telja 35%  þeirra sem þátt tóku í könnuninni að lágmarkslaun ættu að vera 200 þúsund krónur en næstalgengasta svarið var að lágmarkslaunin ættu að vera 250 þúsund krónur en 19% aðspurðra voru á þeirri skoðun.

Ef meðaltal er tekið af svörum þeirra sem tóku þátt ættu lágmarkslaunin að vera 218 þúsund krónur en þegar meðaltalið er greint eftir kyni kemur í ljós að konur telja að lágmarkslaunin eigi að vera 15 þúsund krónum hærri heldur en karlar, eða 224 þúsund samanborið við 211 þúsund.

Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er sammála því sjónarmiði að lögð verði áhersla á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum eða 97%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert