Brons í viðskiptaáætlunum

Keppnislið frá MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík vann til bronsverðlauna í alþjóðlegri samkeppni í gerð viðskiptaáætlana sem fram fór í Bangkok á Taílandi um helgina. Ríflega 100 bestu viðskiptaháskólar heims sendu lið í  keppnina en 16 liða úrslit fóru fram í Bangkok í vikunni.

Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að íslenska liðið hafi tryggt sér sæti í undanúrslitum í gær og í úrslitunum í dag hafnaði liðið í 3. – 4. sæti, sem verður að teljast stórkostlegur árangur.

Það var svo Viðskiptaháskólinn í Árósum sem hampaði gullverðlaunum í keppninni og í öðru sæti varð lið frá Indian Business School.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert