Eykt lýkur við brúarsmíði

Eykt mun taka að sér brúarsmíði á mislægum gatnamótum á …
Eykt mun taka að sér brúarsmíði á mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vega­gerðin og Eykt ehf. skrifuðu und­ir samn­ing í gær þess að efn­is að Eykt ljúki smíði brúa vegna mis­lægra gatn­móta á Reykja­nes­braut­inni. Verkið mun hefjast um miðjan mars. Tvær brýr eru eft­ir á þeim níu kíló­metra langa kafla sem bíður tvö­föld­un­ar

Vega­gerðin seg­ir, að brýrn­ar séu við mis­læg gatna­mót við Stapa­hverfi og Njarðvík. Reiknað er með að fyrri brú­ar­smíðinni ljúki 5. júlí og þeirri seinni í sept­em­ber/​októ­ber. Eykt tek­ur einnig að sér frá­gang þeirra brúa sem þegar er búið að steypa upp.


Aðrir þætt­ir verks­ins, jarðvinna og lagn­ing bund­ins slit­lags verða boðnir út á næstu dög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert