Eykt lýkur við brúarsmíði

Eykt mun taka að sér brúarsmíði á mislægum gatnamótum á …
Eykt mun taka að sér brúarsmíði á mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vegagerðin og Eykt ehf. skrifuðu undir samning í gær þess að efnis að Eykt ljúki smíði brúa vegna mislægra gatnmóta á Reykjanesbrautinni. Verkið mun hefjast um miðjan mars. Tvær brýr eru eftir á þeim níu kílómetra langa kafla sem bíður tvöföldunar

Vegagerðin segir, að brýrnar séu við mislæg gatnamót við Stapahverfi og Njarðvík. Reiknað er með að fyrri brúarsmíðinni ljúki 5. júlí og þeirri seinni í september/október. Eykt tekur einnig að sér frágang þeirra brúa sem þegar er búið að steypa upp.


Aðrir þættir verksins, jarðvinna og lagning bundins slitlags verða boðnir út á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert