Taflfélag Reykjavíkur varð Íslandsmeistari skákfélaga

Frá Íslandsmóti skákfélaga fyrir nokkrum árum.
Frá Íslandsmóti skákfélaga fyrir nokkrum árum. mbl.is/Ómar

Taflfélag Reykjavíkur varð í kvöld Íslandsmeistari skákfélaga eftir spennandi viðureign við Helli, sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Hellismenn þurftu að vinna viðureignina 5:3 til að verja titilinn en úrslitin urðu  4,5:3,5 fyrir TR.

Bolvíkingar sigruðu í 2. deild og KR-ingar í þeirri þriðju.  Haukar-C leiða í þriðju deild en lokaúrslit liggja ekki fyrir vegna frestaðra skáka.

Lokastaðan í 1. deild varð sú, að TR fékk 43 vinninga, Hellir-a fékk 40 vinninga, Haukar og Fjölnir 34,5 vinninga, Hellir-b 31,5 vinninga, Skákfélag Akureyrar a-sveit 20,5 vinninga, Skákfélag Akureyrar b-sveit 13 vinninga og Taflfélag Vestmannaeyja 7 vinninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert