TR með tveggja vinninga forskot

Taflfélag Reykjavíkur hefur tveggja vinninga forskot að lokinni fimmtu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í gærkvöldi en sveit félagsins vann sveit Hauka,  5,5:2,5. Sveit Hellis er í öðru sæti eftir 7:1 sigur á B-sveit Skákfélags Akureyrar þar sem sigur Stefáns Bergssonar á egypska stórmeistaranum Amir Bassem  vakti mesta athygli.  

Bolvíkingar eru efstir í 2. deild, C-sveit Hellis í þriðju deild og skáksveit Austurlands í fjórðu deild.

Íslandsmóti skákfélaga lýkur í dag.

Skák.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert