Um 8% upp í almennar kröfur

Skiptum er lokið á þrotabúi Huga hf., sem áður var Tímaritaútgáfan Fróði hf., og greiddust um 8,6% upp í almennar kröfur en ekkert fékkst upp í eftirstæðar kröfur.

Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 30. desember 2004 var búið tekið til gjaldþrotaskipta. Engum veðkröfum var lýst en forgangskröfum að upphæð 5.871.205 kr. var hafnað. Almennar kröfur voru samtals 501.116.172 kr. og greiddust 43.302.952 kr. upp í þær eða um 8,6%.

Skiptastjóri þrotabúsins var Helgi Birgisson hrl.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert