320 smáskjálftar við Upptyppinga

Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í kringum Upptyppinga norðan …
Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í kringum Upptyppinga norðan Vatnajökuls í dag. Af vef Verðurstofu Íslands

Á fjórða hundrað jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í nágrenni Upptyppinga norðan Vatnajökuls frá því um miðnætti, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er hætta á ferðum en flestir sjálftarnir eru þrír á Richter eða minni. Er hrinan nú svipuð þeirri sem var á sama svæði í desember sl.

Mikið hefur borið á skjálftahrinum við Upptyppinga frá því í lok febrúar á síðasta ári og einkenni þeirra er hversu upptök skjálftanna standa djúpt, en flestir eru á 15 km dýpi miðað við 8-9 km dýpi ef um jarðskjálfta á flekaskilum er að ræða. Þessi mikla dýpt og önnur atriði benda til þess að skjálftahrinur á svæðinu tengist kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.

Nánar um um skjálftana á vef Veðurstofu Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka