Enn ófært um Reynisfjall

Mikið hefur snjóað í Vík í nótt og morgun.
Mikið hefur snjóað í Vík í nótt og morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson

Enn er vegurinn um Reynisfjall við Vík í Mýrdal lokaður. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að verið væri að ryðja en snjókoma og skafrenningur lokaði veginum jafnharðan. „Það er slæmt að fá smábílana í þetta núna," sagði Ágúst Bjartmarsson hjá Vegagerðinni í Vík í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Það safnast svo hratt í þetta að það er eins og við höfum ekki farið um þó að það sé auðvelt að ryðja veginn, þetta er það sem við erum að slást við núna en það ætti að koma í ljós á næsta klukkutímanum hvort við ráðum við þetta, það fer eftir veðrinu. Hér er alveg blint" sagði Ágúst.

Hann bætti því við að skammt er síðan vegagerðin opnaði leiðina fyrir rútu sem þurfti að komast leiðar sinnar en verið væri að moka bæði með snjóruðningsbíl og traktorsgröfu sem reyndi að koma ruðningum lengra frá veginum.

Fjölskylduguðsþjónusta fellur niður

Fjölskylduguðsþjónusta sem vera átti í Víkurkirkju í Mýrdal kl. 14:00  í dag, fellur niður vegna ófærðar.

Blint er í Vík og ófært um Reynisfjall. Myndin er …
Blint er í Vík og ófært um Reynisfjall. Myndin er úr myndasafni. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert