Hlutverk landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson Gunnar G. Vigfússon

Í ljósi þeirra breyt­inga sem eiga sér stað í heim­in­um er brýnt að hefja víðtæk­ar umræður um hlut­verk land­búnaðar­ins á kom­andi árum fæðuör­yggi Íslend­inga og hefja þær yfir hefðbundna tog­streitu um verðlag og skipu­lag fram­leiðslunn­ar; taka í staðinn mið af heims­mynd­inn og þeim hætt­um sem steðja að. Þetta kom fram í ávarpi Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, á Búnaðarþingi  í dag.

„Kjarn­inn í boðskap mín­um til Búnaðarþings og þjóðar­inn­ar er að við þurf­um að hefjast handa við að móta sátt­mála sem trygg­ir í framtíðinni fæðuör­yggi Íslend­inga. Verk­efnið er ekki samn­inga­gerð á hefðbund­inn hátt held­ur sam­ræða um sátt­mála sem tek­ur mið af grund­vall­ar­hags­mun­um þjóðar­inn­ar, sátt­mála sem fel­ur í sér að fæðuör­yggi henn­ar verði tryggt þótt þró­un­in í ver­öld­inni sé óhag­stæð.

Slík­ur sátt­máli um fæðuör­yggi Íslend­inga get­ur svo orðið grund­völl­ur að skipu­lagi fram­leiðslunn­ar, nýj­um regl­um um nýt­ingu lands, skapað markaðsþróun raun­hæf­an far­veg.

Íslensk­ir bænd­ur hafa löng­um sýnt ríka hæfni til að laga sig að nýj­um kröf­um og þjóðin hef­ur vax­andi skiln­ing á að ör­lög annarra eru einnig okk­ar, að bráðnun íss á norður­slóðum hef­ur áhrif í fjar­læg­um álf­um og um­bylt­ing­ar á efna­hag mann­kyns hafa víðtæk­ar af­leiðing­ar hér hjá okk­ur.

Sátt­máli um fæðuör­yggi Íslend­inga er því verk­efni allr­ar þjóðar­inn­ar á lík­an hátt og út­færsla land­helg­inn­ar var á sín­um tíma. Þá þurfti að tryggja for­ræði yfir fiski­miðum til að treysta efna­hags­leg­an grund­völl hins unga lýðveld­is. Nú þarf að sam­ein­ast um að ís­lensk­ur land­búnaður geti um alla framtíð tryggt fæðuör­yggi þjóðar­inn­ar.

Það er ein­læg ósk mín að slík­ar sam­ræður bænda og annarra lands­manna geti haf­ist inn­an tíðar og Búnaðarþingi auðnist að láta þær falla í far­sæl­an far­veg. Þar munu koma að góðum not­um bæði víðtæk reynsla og verksvit ís­lenskra bænda," seg­ir for­seti Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert