Á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum hefur starfsfólkið þurft að ganga tvöfaldar vaktir þar sem einungis þeir sem búa í næstu húsum hafa komist til og frá vinnu. Starfsmaður á sjúkrahúsinu sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að hún hefði staðið vaktina síðan klukkan ellefu í gærkvöldi.
Starfsfólk sjúkrahússins bíður eftir aðstoð björgunarsveitarinnar en mjög slæmt verður er í Vestmannaeyjum og stórhríð.
„Einn starfsmaður reyndi að komast hingað en villtist á leiðinni," sagði Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.
Hringdi á hjálp úr skafli
Einnig fréttist af 14 ára dreng sem hélt fótgangandi heim á leið eftir að vakt lauk við loðnuvinnsluna en greip til farsímans og hringdi og bað um aðstoð þar sem hann sat fastur í skafli sem náði honum upp yfir haus.