Reykingar eru orðnar fátíðari

AP

Tíðni daglegra reykinga hjá aldurshópnum 15-89 er 19% þriðja árið í röð. Talsverður munur er á reykingum eftir menntun og eftir því sem fólk er menntaðra eru minni líkur á að það reyki. Þetta er meðal nýrra niðurstaðna úr könnun á tíðni reykinga meðal Íslendinga sem Lýðheilsustöð lætur gera árlega hér á landi.

Af niðurstöðunum má sjá að eftir því sem fólk er menntaðra minnka líkurnar á því að það reyki. Minnkandi tíðni reykinga hefur átt sér stað í öllum aldurshópum nema meðal þeirra allra elstu.

Könnunina má nálgast í heild á vef Lýðheilsustöðvar þar sem ítarlegar niðurstöður, greindar eftir aldri og kyni, er að finna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka