Verðhækkun bitnar á bændum

Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Kristinn Guðfinnsson

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fjallaði meðal annars um matvælaverð og hækkun á verði áburðar, fóðurs, eldsneytis, annarra aðfanga og fjármagns undanfarin misseri í ræðu sinni á Búnaðarþingi sem hófst í dag á Hótel Sögu.

„Það er ekki neinum blöðum um það að fletta að bændur og afurðastöðvar þeirra hafa tekið fullan þátt í því að stuðla að lækkun matvælaverðs í landinu. Sú verðstöðvun sem í raun ríkti á síðasta ári er glöggt merki um það. 

Þróunin er hröð á alþjóðlegum vettvangi og mun hafa áhrif á þessa umræðu sem og matvælaverð hér á landi rétt eins og í heiminum öllum. Vakin hefur verið athygli á því að svo lengi sem elstu menn muna hefur raunverð á matvörum farið lækkandi í heiminum og framleiðendum fækkað.  Á árunum 1974-2005 lækkaði verð á matvælum á heimsmarkaði um ¾ að raungildi. Nú er augljóst að þessi þróun er að breytast. Hvarvetna berast fréttir utan úr heimi af hækkun matvælaverðs. Hið heimsþekkta og virta tímarit The Economist birti ítarlega úttekt á þróun matvælaverðs og lýsti því yfir á forsíðu sinni að tímar ódýrs matar væru að baki. Var þar meðal annars vitnað til matarverðsvísitölu sem blaðið hefur skráð frá árinu 1845 sem nú sýnir að verðlag á matvælum sé hærra en nokkru sinni á þessu tímabili," segir landbúnaðarráðherra.

Hefur áhyggjur af háu verði á aðföngum

Það er ljóst að það verður verkefni næstu mánaða og missera að bregðast við þessum breytingum og leita leiða til þess að vinna sig út úr þessum vanda. Verðlagsnefnd búvara hefur að undanförnu skoðað þessi mál og mun gera það áfram frá öllum hliðum. Ætla má að hækkun kostnaðarliða í landbúnaði muni enn auka hagræðingu í greininni og hvetja menn til þess að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert