Víða þungfært á Suðausturlandi

Verið að ryðja götur í Vestmannaeyjum í dag.
Verið að ryðja götur í Vestmannaeyjum í dag. mbl.is/Friðrik Björgvinsson

Á Suðausturlandi er hálka, hálkublettir og skafrenningur og mikil ofankoma víða. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er búið að loka veginum um Reynisfjall við Vík vegna veðurs og stórhríðar og er lítið ferðaveður frá Eyjafjöllum að Kirkjubæjarklaustri.

Hálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut, hálka og skafrenningur er á Grindarvíkurvegi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum, á Suðurlandi er hálka og skafrenningur á flestum leiðum þó er snjóþekja á stökum stað.

Á Vesturlandi eru hálkublettir, hálka og éljagangur. Hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði og hálka og éljagangur á Bröttubrekku. Hálka og skafrenningur er á Fróðárheiði. Þæfingsfær á Útnesvegi.

Á Vestfjörðum er hálka í Ísafjarðardjúpi. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka.

Á Norður- og Norðausturlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum, þó er snjóþekja á útvegum.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Fagradal, hálka á Fjarðarheiði og í Oddskarði, annars snjóþekja og hálkublettir og flestum leiðum.

Á Suðausturlandi er hálka, hálkublettir og skafrenningur og mikil ofankoma víða. Þungfært er á veginum um Reynisfjall við Vík. Lítið ferðaveður er frá Eyjafjöllum og í Kirkjubæjarklaustur.

Þessi mynd var tekin í Vestmannaeyjum í fannferginu í dag.
Þessi mynd var tekin í Vestmannaeyjum í fannferginu í dag. mbl.is/Friðrik Björgvinsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert