27 milljónir króna í sektir í tollinum

Komufólk til landsins greiddi rúmlega 27 milljónir króna í sektir fyrir að vera stöðvað í tollinum með of mikinn varning eða með ólöglega vöru á árinu 2007. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Rósu Guðbjartsdóttur, Sjálfstæðisflokki.

Auk sektanna greiddi komufólk til landsins tæpar fimm milljónir í aðflutningsgjöld en ferðamenn sem eru búsettir á Íslandi mega hafa með sér tollfrjálsan varning fyrir allt að 46 þúsund krónum og verðmæti hvers hlutar má ekki vera meira en 23 þúsund.

Í svarinu kemur einnig fram að tæplega 2.500 Íslendingar hafi verið stöðvaðir við komu til landsins í Keflavík, á Akureyri og Seyðisfirði með ólöglega vöru eða varning umfram tollfrjálsar heimildir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert