Byggingafyrirtæki segir upp 95 manns

Bygginga- og verkfræðifyrirtækið StafnÁs ehf. hefur sagt upp 95 manns og er mikill meirihluti þeirra Pólverjar. Trésmiðafélag Reykjavíkur og Samevrópska vinnumiðlunin á Íslandi, EURES, eru að reyna að útvega verkamönnunum vinnu, bæði hérlendis sem erlendis, en flestir starfsmennirnir eru með mánaðar uppsagnarfrest.

Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, segir að Trésmiðafélag Reykjavíkur hafi verið starfsmönnum fyrirtækisins innan handar síðan skömmu eftir áramót, þegar fyrirtækið greiddi ekki laun á réttum tíma. Vegna afskipta félagsins fengu starfsmennirnir launin greidd, en sagan hafi endurtekið sig fyrir rúmri viku og þá hafi félagið aftur gengið í málið. Síðan hafi fyrirtækið tilkynnt Vinnumálastofnun uppsagnirnar og enn hafi ekki bólað á launagreiðslum.

Forsvarsmaður StafnÁss svaraði ekki skilaboðum í gærkvöldi en Finnbjörn segir augljóst að fyrirtækið sé komið í þrot. Um 90% starfsmannanna séu Pólverjar og sé verið að reyna að útvega þeim nýja vinnu, meðal annars hjá fyrirtækjum sem StafnÁs hafi verið undirverktaki hjá, en fyrir liggi að ekki finnist vinna handa öllum strax. Margir séu reyndar búnir að fá nóg og vilji fara heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert