Fóðurblöndutollar verða felldir niður

Fóðurblöndutollar verða felldir niður.
Fóðurblöndutollar verða felldir niður. mbl.is/Þorkell

Landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson segir að verið sé að vinna að því að verða við tilmælum Samkeppnisráðs og fella niður innflutningstolla á fóðurblöndum til að stuðla að lækkun framleiðslukostnaðar og matvælaverðs.

Fjögurra krónu tollur er sem stendur lagður á hvert kíló af  innfluttri fóðurblöndu. „Ég hef ákveðið að fella niður þetta gjald. Við höfum verið að undirbúa þetta í ráðuneytinu," sagði Einar í viðtali við RÚV. Hann sagðist trúa því að bæði myndi skýrast  hvernig og hvenær niðurfelling gjaldanna færi fram síðar í þessum mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert