Forsætisráðherra: Hefur slæm áhrif þegar stíga þarf snöggt á bremsurnar

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að það hafi slæm áhrif á innlendum lánamarkaði þegar bankarnir þurfa að stíga snöggt á bremsurnar líkt og gerst hefur. Það sé að hægja á bæði vegna aðstæðna að utan sem og á Íslandi.

Geir segir að fjöldi manns geri sér enga grein fyrir því hvernig ástandið sé í efnahagsmálum á Íslandi. Vísaði hann til skýrslna sem unnar hafa verið um Ísland og hverju þær hafi skilað, því þegar menn væru upplýstir um stöðuna þá skilar það sér. 

Að sögn Geirs var ríkisstjórnin búin að ákveða heilmikla framkvæmdauppbyggingu sem nú verður farið í. Til að mynda samgönguumbætur. Síðan er spurning hvort eitthvað meira þurfi til. Til að mynda framkvæmd við nýtt álver sem getur skipt verulegu máli og blásið lífi í glæður sem hafa kólnað, sagði Geir í utandagskrárumræðum á Alþingi um efnahagsmál. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert