Forsætisráðherra: Hefur slæm áhrif þegar stíga þarf snöggt á bremsurnar

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra seg­ir að það hafi slæm áhrif á inn­lend­um lána­markaði þegar bank­arn­ir þurfa að stíga snöggt á brems­urn­ar líkt og gerst hef­ur. Það sé að hægja á bæði vegna aðstæðna að utan sem og á Íslandi.

Geir seg­ir að fjöldi manns geri sér enga grein fyr­ir því hvernig ástandið sé í efna­hags­mál­um á Íslandi. Vísaði hann til skýrslna sem unn­ar hafa verið um Ísland og hverju þær hafi skilað, því þegar menn væru upp­lýst­ir um stöðuna þá skil­ar það sér. 

Að sögn Geirs var rík­is­stjórn­in búin að ákveða heil­mikla fram­kvæmda­upp­bygg­ingu sem nú verður farið í. Til að mynda sam­göngu­um­bæt­ur. Síðan er spurn­ing hvort eitt­hvað meira þurfi til. Til að mynda fram­kvæmd við nýtt ál­ver sem get­ur skipt veru­legu máli og blásið lífi í glæður sem hafa kólnað, sagði Geir í ut­andag­skrárum­ræðum á Alþingi um efna­hags­mál. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert