Helmingslíkur á eldgosi

Jarðskjálfta­hrin­an sem hófst á sunnu­dag austn­orðaust­ur af Upp­typp­ing­um sýn­ir að jarðskjálfta­virkni sem hófst á þess­um slóðum fyr­ir um ári er í full­um gangi og senni­lega frek­ar að aukast en hitt, að mati Páls Ein­ars­son­ar, jarðeðlis­fræðings við Há­skóla Íslands.

Páll sagði að virkn­in hefði smám sam­an færst aust­ar og væri nú und­ir Álfta­dals­dyngju, um 8 km ANA af Upp­typp­ing­um. Þá hafa upp­tök jarðskjálft­anna færst ofar í jarðskorp­unni. Virkn­in byrjaði á 15-20 km dýpi und­ir Upp­typp­ing­um en meg­inþungi jarðskjálft­anna nú hef­ur átt upp­tök á 12-14 km dýpi.

Páll sagði ekki hægt segja fyr­ir hvert fram­haldið yrði. Næsta víst þykir að þess­ir skjálft­ar stafi af kviku­hreyf­ing­um í neðri hluta jarðskorp­unn­ar. Leiti hún upp á yf­ir­borðið verður eld­gos, en hins veg­ar er vitað að mik­ill hluti af jarðskorp­unni verður til úr kviku sem ekki nær til yf­ir­borðs. Taldi Páll um helm­ings­lík­ur á því að þessi at­b­urðarás nú leiddi til eld­goss. Það gæti þá orðið svo­nefnt dyngjugos sem ekki hefði orðið hér á landi frá því skömmu eft­ir síðustu ís­öld.

Fá til­vik eru þekkt hér á landi þar sem jarðskjálft­ar hafa orðið svo djúpt í jarðskorp­unni og aust­ur við Upp­typp­inga. Eitt af þeim er Heima­eyj­argosið 1973 þar sem urðu jarðskjálft­ar á svo miklu dýpi um 30 klst. áður en fór að gjósa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert