Klófestir með hjálp tálbeitu

„Þeir nota tál­beitu og leyfðu glæpn­um að viðgang­ast í heilt ár,“ seg­ir Jó­hann­es Páll Sig­urðsson.

Jó­hann­es var í gær sak­felld­ur ásamt átta öðrum í DC++ mál­inu svo­kallaða fyr­ir að dreifa for­rit­um, kvik­mynd­um og tónlist á Net­inu. Í dómi héraðsdóms kem­ur fram að varn­ir ákærðu hafi að hluta lútað að því að tál­beita hafi verið notuð.

Jó­hann­es seg­ir meintu tál­beit­una hafa sleg­ist í hóp hinna níu ákærðu und­ir fölsk­um for­send­um eft­ir að hún hafði sam­band við Smáís og bauð fram hjálp sína. „Það voru ein­hver illindi og hann ætlaði að hefna sín,“ seg­ir Jó­hann­es og bæt­ir við að hann hafi verið með öfl­uga teng­ingu og það hafi tekið mun skemmri tíma að hala niður efni frá hon­um en öðrum. „Hann hvatti okk­ur til að ná í efni frá sér.“

Tál­beit­ur ekki viður­kennd­ar

Snæ­björn Stein­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri SMÁÍS, staðfest­ir að aðilan­um hafi verið greitt fyr­ir að ganga í DC++ sam­fé­lagið en gef­ur ekki upp hversu mikið. Snæ­björn seg­ir að ekki hefði verið hægt að ákæra í mál­inu án upp­lýs­inga frá aðilan­um, en vís­ar á bug að hann hafi verið tál­beita.

„Hann var lyk­ilmaður. Það þurfti ein­hver að kom­ast þarna inn svo hægt væri að fylgj­ast með og safna upp­lýs­ing­um og gögn­um,“ seg­ir Snæ­björn. „Þarna voru menn að fremja brot án hans til­komu. Hann kom inn fyr­ir okk­ar hönd til þess að skrá niður hvað var þarna í gangi. Vissu­lega þurfti hann að taka þátt í því en hann var með samn­ing frá okk­ur um að hann væri með leyfi. Not­end­ur DC++ voru hugs­an­lega ginnt­ir af hon­um en voru að fremja önn­ur brot á sama stað.“

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka