Konur koma ekki verr út úr prófkjörum

Konur koma hlutfallslega ekki verr út úr prófkjörum en karlar og eru hlutfallslega jafnlíklegar til að ná settu marki og karlar. Hins vegar sækjast konur ekki eins mikið eftir forystusætum og vilja ekki vera eins ofarlega á lista. Þá eru frambjóðendur líklegri til að ná settu marki séu þeir þingmenn.

Þetta eru helstu niðurstöður BA-ritgerðar Ásdísar Jónu Sigurjónsdóttur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Eru tengsl milli kynferðis og árangurs í prófkjörum stjórnmálaflokka? Hún fær verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta fyrir ritgerðina og verður hann afhentur í dag.

Ásdís Jóna safnaði saman gögnum um prófkjör allra þeirra stjórnmálaflokka, sem héldu prófkjör, og frambjóðendur þeirra í aðdraganda kosninganna til Alþingis 2003 og 2007. Hún safnaði saman upplýsingum um alla frambjóðendur í prófkjörunum, 113 frambjóðendur 2003 og 203 frambjóðendur 2007, og á hvaða sæti þeir stefndu auk annarra gagna. Greining sýndi að konur voru ekki með marktækum hætti ólíklegri til að ná því sæti sem þær stefndu á en karlar. Ásdís segir áberandi að áttunda sætið hafi verið vinsælt hjá konum í Reykjavík.

Indriði H. Indriðason, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, var leiðbeinandi Ásdísar. Í haust fengu þau styrk frá jafnréttissjóði og næsta skref er að finna út hvers vegna konur sækjast ekki eftir sætum eins ofarlega á lista og karlar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert