Niðurstöður PISA vonbrigði að mati OECD

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, telur möguleika á að nýta betur það fjármagn sem varið er til menntunar hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar um efnahagsmál á Íslandi sem kynnt var í síðustu viku. Þar segir: „Í ljósi þess að Ísland eyðir meira fé í hvern námsmann en nokkurt annað land innan OECD eru niðurstöður PISA-rannsóknarinnar um námsárangur vonbrigði. Auk þess hafa niðurstöðurnar orðið lakari með tímanum miðað við OECD. Eins og fram kom í síðustu skýrslu þarf að beina menntastefnu frekar í áttina að gæðum kennara en magni.“

Ekkert kemur nánar fram í skýrslunni um hvaða leiðir séu færar til þess að bæta stöðu mála í menntakerfinu en eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag hefur OECD lagt til einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka